Til baka í viðburði

Costa Blanca Open 2017

Hið árlega Costablanca Open verður daganna 21. – 28. apríl 2017. En þó verður boðið upp á að lengja í ferðinni. Fyrirkomulag og skipulag ferðarinnar hefur þróast að teknu tilliti til óska þátttakenda undanfarinna ára með áherslu á golf við bestu aðstæður, keppni sem gefur golfinu aukið gildi, golfkennslu og svo líflegri kvölddagskrá sem Anna Björk Birkisdóttir, sérlegur skemmtanastjóri ferðarinnar, heldur utan um. Óhætt er að segja að þessi tilhögun hafi mælst sérlega vel fyrir. Öllum er frjáls þátttaka, jafnt byrjendum í golfi sem og lengra komnum. Þess má og geta að myndast hefur skemmtileg hefð fyrir því að makar og fjölskyldur þátttakenda í mótinu sjálfu, sem þá ekki eru í golfi hafa slegist með í för og verið virkir þátttakendur, tekið þátt í kvölddagskrá með hópnum en notið sólar, strandarinnar og annars þess sem svæðið hefur upp á að bjóða yfir daginn þá er golfmótið stendur yfir.

Á Costablanca Open 2015 var á meðal þátttakenda blaðamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson sem gerði Costablanca Open góð skil í grein á vísir.is. Áhugasamir geta fengið góða innsýn í þessa ferð við lestur greinarinnar sem má sjá hér 

Sem fyr verður boðið upp á nokkra valkosti um lengd ferðar. Þó í grunninn um sé að ræða viku ferð og skipulagða dagskrá þá vikuna (21.4 – 28.4) þá verða í boði 10 daga ferðir (18.4 – 28.4) og 11 daga ferðir (21.4 – 02.05)  ef þátttekendur vilja lengja í ferðinni í annan endann og spila meira golf ásamt þvi að njóta sólarinnar og þess sem svæðið hefur upp á að bjóða.
Sem og í síðustu ferðum munum við bjóða upp á fjögurra stjörnu gistingu á Hotel Campoamor Golf Resort ásamt morgunmat. Sem fyrr getum við boðið fjölskyldum upp á íbúða- eða húsagistingu í nálægum hverfum i gegnum leiguskránna okkar sbr. hér
Myndir af golfhótelinu og allri aðstöðu má sjá hér. 

Árið 2017 verður innifalið í heildarpakkanum 5 daga golfmót á 2 vinsælum og ólíkum golfvöllum.  Á Costablanca Open 2017 verða spilaðir 2 golfvellir eða – Besti golfvöllur Spánar Las Colinas x3 – Campoamor x2. Einnig verður innifalið ótakmarkað golf á Campoamor eftir kl 15;00 alla daganna fyrir þá sem vilja spila meira en 18 holur á daginn.
Fyrsta daginn verður spilað sjálfstætt Texas Scrample mót á Campoamor en á 2. til og með 5. degi verður keppt í parakeppni (Betri Bolti) á Las Colinas og Campoamor þar sem samanlagt skor alla daganna að teknu tilliti til forgjafar ræður úrslitum – Sjá nánar um mótafyrirkomulag hér. Einnig verðum stillt upp ýmsum innbyrðis keppnum en öllum hópnum verður m.a. stillt upp í 2 lið og sem keppa allan tímann til veglegra verðlauna. Ef golfari er stakur og ekki með makker þá munum við eins og undanfarin ár para saman golfara þannig að við bjóðum einstaka golfara velkomna.

Til gamans má geta þess að Las Colinas golfvöllurinn var valinn besti golfvöllur
Spánar og besta golf resort Spánar 2015. Það verður því magnað fyrir hópinn að geta spilað þennan eftirsótta golfvöll í þrígang á Costablanca Open 2017.

 Dómari og mótsstjóri; Aðalsteinn Örnólfsson alþj.dómari í golfi. .
Skemmtanastjóri; Anna Björk Birgisdóttir
Mótshaldari og skipuleggjandi; Bjarni Sigurðssoni.
Tónlistarmenn; Jógvan Hansen og Vignir Snær
Á lokakvöldinu munu tónlistarmennirnir Vignir Snær og Jógvan Hansen troða upp af sinni alkunnu snilld og halda uppi fjörinu langt fram á nótt. Þið getið hitað upp með því að smella hér á linkinn. Einnig munu þeir félagar stjórna Karaoke kvöldi með Önnu Björk ásamt því að skemmta fólki eftir golf dagsins.
Boðið verður upp á golfkennslu fyrir hópinn og golfskóla fyrir þá aðila sem vilja leggja áherslu á kennslu í stað þátttöku í móti. Nánari upplýsingar um tilhögun verður auglýst síðar.
Á kvöldin mun hópurinn ávalt koma saman annað hvort á veitingastað hótelsins eða á veitingastöðum í nágreninu þar sem hvert kvöld hefur sitt þema t.d. ítalskt kvöld – indverkst kvöld – asísk kvöld – steikarkvöld og spænskt kvöld þar sem hópurinn mun kynnast ólíkum matarhefðum á hverju kvöldi samfara því sem farastjórar og veislustjórar fara yfir úrslit dagsins og halda golfurum og öðrum gestum við efnið. Á lokakvöldinu verður mótið gert upp og vegleg verðlaun veitt fyrir góðan árangur ásamt að slegið verður upp balli fram á nótt.

Frekari upplýsingar um ferðina hér til vinstri á síðunni.

Myndir úr ferðum fyrri ára má finna á Facebook síðu okkar.

Frekari upplýsingar veittar í gegnum bjarni@costablanca.is eða í 5-58-58-58.

Scroll to top